Þingmenn „skiluðu auðu“

Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi á dögunum.
Ný heilbrigðisstefna var samþykkt á Alþingi á dögunum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þessi heil­brigðis­stefna fjall­ar eig­in­lega ein­göngu um rík­is­rekna hluta kerf­is­ins sem er ekki nema um 70% af því. Hún fel­ur ráðherra hverju sinni nán­ast ein­ræðis­vald í að ákveða hvaða starf­semi lif­ir og hvaða starf­semi deyr.“

Þetta seg­ir Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur. Þór­ar­inn er gagn­rýn­inn á ný­samþykkta heil­brigðis­stefnu Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra sem gilda á til 2030.

Hann kveðst telja að þing­mönn­um hafi orðið á mis­tök þegar heil­brigðis­stefn­an var samþykkt. Þeir hafi mögu­lega talið að hægt væri að stýra fram­lög­um til heil­brigðismála á fjár­lög­um eins og var áður fyrr.

„Fjár­laga­gerðin hef­ur breyst. Fjár­lagaliðirn­ir eru orðnir stærri og það er verr skil­greint en áður hvað féð inn­an þeirra á að fara í ná­kvæm­lega. Ráðherra hef­ur því meira vald til að stýra hvert fjár­magnið fer og færa milli verk­efna og liða. Fjár­lög munu því ekki setja neinn ramma um starf­sem­ina í heil­brigðis­kerf­inu. Alþingi hef­ur í raun skilað auðu í stefnu­mót­un heil­brigðis­kerf­is­ins, sér­stak­lega í þeim hluta sem ekki er rík­is­rek­inn. Þingið hef­ur í staðinn falið heil­brigðisráðuneyt­inu öll völd. Ég er ekki viss um að það verði breið sátt um það í sam­fé­lag­inu hvort sem um er að ræða nú­ver­andi ráðherra og hans stefnu eða næsta ráðherra sem kem­ur og snýr stefn­unni ef til vill í þver­öfuga átt,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert