Vekja athygli á áhugaverðum stöðum

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrir miðri mynd, klippir á …
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrir miðri mynd, klippir á borða við afleggjarann inn á Bakkafjörð. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

Norðurstrandarleið var formlega opnuð á Hvammstanga og Bakkafirði í dag. Eins og nafnið gefur til kynna liggur leiðin um Norðurland og ætlunin er að ná athygli ferðamanna. Klippt var á borða á Hvammstanga og Bakkafirði af því tilefni.

Um er að ræða um 900 km leið meðfram Norður­strönd­inni, frá Hvammstanga við Húna­flóa í vestri til Bakka­fjarðar í austri, en veg­ur­inn ligg­ur út frá hring­veg­in­um í gegn­um 18 sveit­ar­fé­lög og 21 þorp eða bæi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða við afleggjarann inn á Hvammstanga og opnuðu þannig leiðina formlega.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, …
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, klipptu á borða við afleggjarann inn á Hvammstanga. Ljósmynd/Markaðsstofa Norðurlands

Það sama gerðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Árni Bragi Njálsson, fulltrúi sveitarstjórnar Langanesbyggðar við afleggjarann inn á Bakkafjörð.

Fram kemur á vef Markaðsstofu Norðurlands að ný skilti hafi verið vígð við opnunina en þau segja ferðafólki hvernig eigi að ferðast eftir Norðurstrandarleið. Skiltin eru sögð marka þáttaskil í íslenskri ferðaþjónustu en þetta er í fyrsta skipti sem upp eru komin skilti með brúnum lit. Sá litur er þekktur erlendis fyrir skilti sem tengjast ferðaþjónustu. 

Verk­efnið er byggt á fyr­ir­mynd­um um ferðamanna­vegi sem þekkt­ir eru víða er­lend­is og er ætlað að vekja at­hygli ferðamanna á áhuga­verðum stöðum á leiðinni sem oft falla utan helstu ferðamannastaða. Auk þess verða teng­ing­ar með bát á þrjár eyj­ar, Drang­ey, Hrís­ey og Gríms­ey.

Um nokkuð stórt svæði er að ræða, en því er skipt upp í þrjú þemu. Á Norðvest­ur­landi er áhersl­an lögð á sög­una og sögu­sagn­irn­ar. Í Eyjaf­irði og hluta Trölla­skaga er áhersla á sjáv­arþorp­in og hefðirn­ar sem eru tengd­ar þeim. Þá verður áhersla á nátt­úru­öfl­in á Norðaust­ur­landi. Hug­mynd­in er að leiðin verði ekki al­veg eins á sumr­in og á vet­urna, þar sem nokkr­ir staðir gætu dottið út á vet­urna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert