Herjólfur lagður af stað frá Póllandi

Haldið af stað úr höfninni í Gdynia í morgun.
Haldið af stað úr höfninni í Gdynia í morgun. Ljósmynd/Gísli Valur

Ferj­an Herjólf­ur er nú á leið frá Póllandi áleiðis til Íslands með mögu­legri viðkomu í Fær­eyj­um. Gert er ráð fyr­ir að Herjólf­ur komi til Vest­manna­eyja næsta laug­ar­dag, en í fram­hald­inu tek­ur við stutt­ur tími þar sem gengið verður frá leyf­um og skipið mátað við hafn­ir og fleira, áður en hann fer í reglu­leg­an rekst­ur um næstu mánaðar­mót.

Tals­verðar deil­ur hafa staðið milli skipa­smíðastöðvar­inn­ar og Vega­gerðar­inn­ar vegna kostnaðar við smíði Herjólfs, en sú deila leyst­ist í lok síðasta mánaðar. Vildi skipa­smíðastöðin hærri greiðslur vegna auk­inna verk­efna sem þeir töldu hafa komið upp í ferl­inu. Tafðist af­hend­ing um nokkra mánuði vegna þessa. Und­ir­rituðu aðilar sátta­gerð þar sem samþykkt var að greiða 1,5 millj­óna evra viðbót, en falla frá tafa­bót­um á móti.

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., seg­ir í sam­tali við mbl.is að lagt hafi verið af stað frá Gdynia Í Póllandi, þar sem nýr Herjólf­ur var smíðaður, klukk­an 10:40 að staðar­tíma, en það var klukk­an 8:40 í morg­un að ís­lensk­um tíma.

Á leiðinni heim frá Póllandi.
Á leiðinni heim frá Póllandi. Kort/​Mar­ine traffic

Seg­ir hann að sam­kvæmt áætl­un sé horft til þess að Herjólf­ur stoppi til að taka olíu í Fær­eyj­um, en svo sé stefn­an sett beint á Vest­manna­eyj­ar. Sam­tals muni sigl­ing­in lík­lega taka um sex daga, en áætlað er að vera með mót­töku klukk­an 14:00 laug­ar­dag­inn 15. Júní í Eyj­um.

Í kjöl­farið tek­ur við vinna við lokafrá­gang og æf­ing­ar. Seg­ir Guðbjart­ur að meðal ann­ars þurfi að koma upp kassa­kerf­um, merkja skipið, þjálfa starfs­fólk og ganga frá öðru í tengsl­um við rekst­ur­inn. Þá þurfi einnig að fá form­legt haf­færi­s­vott­orð hér á landi og leyfi til ferju­sigl­inga hjá inn­lend­um stjórn­völd­um.

„Við stefn­um á að koma hon­um í rekst­ur á eins skömm­um tíma og hægt er,“ seg­ir Guðbjart­ur og bæt­ir við að horft sé til þess að nýr Herjólf­ur verði kom­inn í al­menn­an rekst­ur milli lands og Eyja um næstu mánaðar­mót, að því gefnu að allt gangi upp.

Staðið í brúnni og stefnan sett heim.
Staðið í brúnni og stefn­an sett heim. Ljós­mynd/​Gísli Val­ur

Seg­ir Guðbjart­ur að nýja ferj­an sé nokkuð öðru­vísi en nú­ver­andi Herjólf­ur og hafi all­ir skip­stjór­ar Herjólfs farið utan til að sigla heim. Noti þeir ferðina til æf­inga, enda sé búnaður ferj­unn­ar gjör­ólík­ur nú­ver­andi búnaði. Skip­stjóri í heim­ferðinni er Ívar Torfa­son, en með hon­um eru þeir Sig­mar Logi Hinriks­son og Gísli Val­ur Gísla­son. Þá eru í vél­inni Svan­ur Gunn­steins­son, Elís Jóns­son og Heim­ir Pét­urs­son.

Nýr Herjólf­ur rist­ir grynnra en sá gamli og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyr­ir nýtt skip. Mun það auðvelda og flýta fyr­ir dýpk­un og mun fækka dög­um sem ekki er unnt að sigla í Land­eyja­höfn.

Nýr Herjólfur er væntanlegur næsta laugardag til Vestmannaeyja.
Nýr Herjólf­ur er vænt­an­leg­ur næsta laug­ar­dag til Vest­manna­eyja. Ljós­mynd/​Gísli Val­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka