Létust á vettvangi slyssins

Flugslysið varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð …
Flugslysið varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð á Suðurlandi um klukkan hálf níu í gærkvöld. Kort/Google Maps

Allir þrír sem létust í flugslysinu í Múlakoti í gær létust á vettvangi. Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að allir í vélinni hafi verið Íslendingar, en vélin var á erlendum skráningarnúmerum. Um var að ræða einkaflugvél.

Sveinn segir að rannsókn á vettvangi hafi lokið í nótt, en að lögreglan muni halda áfram rannsókn í dag og næstu daga meðal annars með skýrslutökum.

Tilkynnt var um slysið klukkan 20:30 í gærkvöldi. . Eld­ur var þá laus, en Sveinn segir að það hafi aðeins verið í væng flugvélarinnar, en ekki sjálfri flugvélinni. Fjöl­mennt lið lög­reglu, slökkviliðs og sjúkra­flutn­inga HSU, ásamt tveim­ur þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar fóru á staðinn.

Viðbragðsteymi Rauða kross­ins var sent á vett­vang til að veita vitn­um að at­vik­inu sál­ræn­an stuðning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert