Spurt um afstöðu Sigga hakkara í febrúar

Julian Assange.
Julian Assange. AFP

Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við stjórnvöld hér á landi í lok febrúar að upplýsinga yrði aflað um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar til að sjá hvort hann væri tilbúinn að svara spurningum vegna sakamálarannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eins og áður hefur komið fram mætti Sigurður Ingi, einnig þekktur sem Siggi hakkari, til skýrslutöku hér á landi í byrjun maí. Hann fór síðan vestur um haf til frekari skýrslutöku í lok maí.

Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hafi ekki verið upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og FBI hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðni um að fá Sigurð Inga til skýrslutöku hafi verið undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra.

Fulltrúi FBI sem kom til Reykjavíkur í byrjun maí, Megan Brown, er sú sem leiðir rannsóknina gegn Assange. Nú­ver­andi ákær­ur fela í sér há­marks­refs­ingu upp á 175 ára fang­elsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert