Arabísk fornmynt á Stöð

Fornmyntin sem fannst 6. júní á Stöð.
Fornmyntin sem fannst 6. júní á Stöð. Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson

Ar­ab­ísk forn­mynt fannst við rann­sókn á skála frá vík­inga­öld á Stöð í Stöðvaf­irði í síðustu viku.

Er þetta ní­unda ar­ab­íska forn­mynt­in sem finnst við forn­leifa­upp­gröft á svæðinu. Þetta staðfest­ir Bjarni F. Ein­ars­son, forn­leifa­fræðing­ur sem stýr­ir rann­sókn á Stöð.

Að sögn Bjarna er ný­fundna mynt­in ólík öðrum sams kon­ar mynt­um sem fund­ist hafa á svæðinu, hún er til að mynda stærri og með ólíku skrauti. Hann seg­ir erfitt að segja til um ald­ur mynt­ar­inn­ar sem stend­ur en tel­ur lík­legt að hún sé frá ní­undu öld.

Í um­fjöll­un um fund þenn­an í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Bjarni mynt­ina vera svo­kallað gangsilf­ur, þ.e. silf­ur sem notuð var sem þyngd­arein­ing, til dæm­is við versl­un. Hef­ur mynt­in verið klippt niður vegna þessa. Bjarni seg­ir flest­ar ar­ab­ísku mynt­irn­ar hafa borist til Norður-Evr­ópu frá kalíf­at­inu, sér­stak­lega frá Konst­antínópel og ná­grenni í kring­um árið 800.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert