Ráðist á heimasíðu KSÍ

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands liggur niðri. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ segir að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hvað hafi komið fyrir síðuna en að nokkuð ljóst sé að ráðist hafi verið á hana.

Að sögn Klöru vinnur Advania nú að því að greina vandamálið og leysa úr því og skýrist vonandi málið von bráðar. 

Greint var frá því í gær að tyrk­neski hakk­ara­hóp­ur­inn Anka Neferler Tim gerði tvær tölvu­árás­ir á vefsíðu Isa­via, sam­kvæmt tyrk­neska fjöl­miðlin­um Yeni akit og var hóp­ur­inn með árásunum að svara fyr­ir mót­tök­urn­ar sem landslið Tyrk­lands í knatt­spyrnu fékk við kom­una til Íslands á sunnudag.

Uppfært: Síðan er komin aftur í loftið. Árásin varði í um það bil hálfa klukkustund og var um tölvuárás utan úr heimi að ræða. Klara Bjartmarz gat ekki staðfest hvaðan árásin var gerð en að KSÍ væri nú einungis með hugann við leikinn í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert