Ráðist á íslenskar vefsíður

Þjálfarinn Senol Günes á blaðamannafundi í gær.
Þjálfarinn Senol Günes á blaðamannafundi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær tölvu­árás­ir voru gerðar á vefsíðu Isa­via í gær, og lá síðan niðri í um tvo tíma. Þá var ráðist á frétt­asíðuna sunn­lenska.is síðar í gær.

Svo virðist sem að tyrk­nesk­ir hakk­ar­ar hafi verið að verki í bæði skipti en tyrk­neski hakk­ara­hóp­ur­inn Anka Neferler Tim er á vefsíðu tyrk­neska fjöl­miðils­ins Yeni akit sagður standa fyr­ir árás­un­um á síðu Isa­via.

Á málið að tengj­ast þeirri bið vegna ör­ygg­is­leit­ar sem tyrk­neska karla­landsliðið í knatt­spyrnu lenti í við kom­una til Íslands í fyrra­kvöld, en Ísland og Tyrk­land eig­ast við á Laug­ar­dals­velli í kvöld.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið vildi Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, ekki staðfesta hvort þeir sem stóðu fyr­ir árás­um á síðuna væru tyrk­nesk­ir eða ekki.

Þá sagði Guðmund­ur Karl Sig­urðsson, rit­stjóri sunn­lenska.is, í sam­tali við Morg­un­blaðið seint í gær­kvöld að ákveðið hefði verið að slökkva á vefsíðunni eft­ir að tyrk­nesk­ir hakk­ar­ar hefðu heim­sótt hana. Af skjá­skoti sem Guðmund­ur tók af síðunni eft­ir að hakk­ar­arn­ir heim­sóttu hana virt­ist sem að þar hafi þó ekki verið sömu aðilar á ferðinni og hjá Isa­via. Lá því hvorki fyr­ir hvort árás­in tengd­ist tyrk­neska landsliðinu né hvort árás­irn­ar á síðurn­ar tvær tengd­ust hvor ann­arri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert