„Þetta er hörmulegt slys“

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vottar aðstandendum þeirra sem …
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vottar aðstandendum þeirra sem lentu í flugslysi í Fljótshlíð á sunnudag dýpstu samúð sína. mbl.is/Eggert

„Þetta er ákaf­lega sorg­legt og hörmu­legt flug­slys,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, í sam­tali við mbl.is um flug­slysið í Fljóts­hlíð á Suður­landi á sunnu­dags­kvöld. Flug­sam­göng­ur heyra und­ir ráðuneyti hans.

„Hug­ur manns er alltaf hjá fólki sem verður fyr­ir ást­vinam­issi,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Hann ósk­ar þeim jafn­framt skjóts bata sem liggja á sjúkra­húsi. „Þetta er hörmu­legt slys.“

Í slys­inu lét­ust hjón og son­ur þeirra. Ann­ar son­ur þeirra og tengda­dótt­ir liggja slösuð á sjúkra­húsi í Reykja­vík, þar sem ástand þeirra er sagt stöðugt. Komið hef­ur fram að flugmaður­inn var þaul­reynd­ur flugmaður og að fjöl­skyld­an hafi verið mikið flug­fólk.

„Ég votta öll­um aðstand­end­um mína dýpstu samúð,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Hon­um sýn­ist að gert hafi verið vel í viðbrögðum við slys­inu. „Ég er þakk­lát­ur fyr­ir það sem mér hef­ur sýnst, að all­ir viðbragðsaðilar og þeir sem að þessu hafa komið eft­ir á, hafi gert mjög vel,“ seg­ir Sig­urður.

Hjón létust í slysinu og sonur þeirra. Annar sonur þeirra …
Hjón lét­ust í slys­inu og son­ur þeirra. Ann­ar son­ur þeirra og tengda­dótt­ir liggja á sjúkra­húsi.

Frum­rann­sókn stend­ur yfir í mál­inu, þar sem verið er að kanna vett­vang og ræða við vitni. Rann­sókn á sjálfu flak­inu, sem þó er komið í rann­sókn­ar­skýli í Kefla­vík, er ekki enn haf­in. Sig­urður Ingi seg­ist vona að rann­sókn­in gangi vel. „Ég vona að rann­sókn­in hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa skili sem fyrst ein­hverj­um niður­stöðum,“ seg­ir hann.

Í sam­tali við mbl.is sagði rann­sókn­ar­stjóri flugsviðs hjá rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa í gær að ætla mætti að nefnd­ina tæki 1-3 vik­ur að ljúka frum­rann­sókn á slys­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert