Sameiginlegur fundur skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs stendur nú yfir í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er fundinum streymt beint eins og sjá má hér að neðan.
Eftirfarandi kynningar eru á dagskrá fundarins:
· Ágengar tegundir í borgarlandinu - árangur starfsins í fyrra og framhald þess í ár
· Framkvæmdir við Hverfisgötu
· Orkuskipti í samgöngum, styrkir til fjöleignarhúsa
· C-40 verðlaunatillögur
· Niðurstöður greiningar út frá aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, samgöngur og borgarhönnun.