Vonar að EES-svæðið dafni áfram

Frank-Walter Steinmeier.
Frank-Walter Steinmeier. AFP

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, segir að Evrópska efnahagssvæðið hafi þróast kröftuglega frá stofnun þess fyrir 25 árum og kveðst eiga von á að svo verði áfram.

„Ég er vongóður um að það muni einnig á komandi tímum megna að eiga hlut í að auka velsældina í löndum okkar,“ segir Steinmeier, sem kemur í dag til Íslands í tveggja daga opinbera heimsókn og mun meðal annars opna sýninguna HEIMAt - tveir heimar í Árbæjarsafni um líf afkomenda Þjóðverja, einkum þýskra kvenna, sem hingað komu eftir seinna stríð.

Sjá samtal við Steinmeier  í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert