Afsalaði sér rétti til andsvars

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir á Alþingi.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, afsalaði sér rétti til andsvars á Alþingi í dag í umræðu um fiskeldissjóð og hvort taka ætti gjald vegna fiskeldis í sjó.

Þetta gerði hún eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafði veitt henni andsvar.

Fréttablaðið greindi frá þessu.

Albertína Friðbjörg og Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sjást í myndskeiði frá Alþingi ræða við Bryndísi Haraldsdóttur, starfandi forseta þingsins, þegar Gunnar Bragi er við það að ljúka máli sínu.

Eftir það tilkynnti Bryndís að Albertína hefði afsalað sér réttinum til að veita andsvar. Albertína var ein þeirra sem sex þingmenn á Klaustri bar höfðu uppi niðrandi ummæli um á síðasta ári. 


Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ánægður með uppátæki hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert