Algengt að fólk fjarlægi unga

Þrastarungar villast gjarnan inn á þjóðvegi á vorin. Þessi ungi …
Þrastarungar villast gjarnan inn á þjóðvegi á vorin. Þessi ungi rataði inn á þjóðveginn að Stöðvarfirði en góð kona rétti honum hjálparhönd og fór með hann af veginum þar sem foreldrarnir gátu fundið hann. mbl.is/Bogi Arason

Algengt er að þrastarungar flækist inn á þjóðvegi á þessum tíma árs. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í samtali við Morgunblaðið.

Hann hvetur fólk sem verði vart við unga á vegum til að færa ungana út í kant en varar við því að fjarlægja þá.

Jóhann segir allt of algengt að fólk taki þrastarunga með sér heim í þeirri trú að það sé að bjarga þeim og bætir við að oftast séu foreldrarnir skammt undan að sækja æti fyrir ungana. „Þeir eru úti um allt. Þeir verpa á jörðinni í íslensku birkiskógunum og hafa gert það í þúsundir ára. Það er ekki komið inn í kerfið hjá þeim að verpa í trjám. Þess vegna hoppa ungarnir af stað löngu áður en þeir verða fleygir og lenda oft í hrakförum,“ segir Jóhann.

rosa@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert