Ekki komin niðurstaða um þinglok

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hafa verið viðræður á milli formanna flokkanna í dag, bæði formlega og óformlega, en á þessari stundu er ekki komin niðurstaða,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um samningaviðræður sem nú standa yfir á Alþingi um afgreiðslu mála og þinglok.

Formenn flokkanna sem sitja á þingi funduðu í hádeginu, klukkan 16 og aftur klukkan 17. Birgir segir að í augnablikinu séu engir formlegir fundir en ýmis samtöl séu þó í gangi. „Þetta hefur þróast með ýmsum hætti í dag.“

Birgir veit ekki hvort talin verði þörf á fleiri formlegum fundum í kvöld en að sjálfsögðu sé áfram reynt að ná niðurstöðu í málið. Áfram verði að því unnið í kvöld og á morgun, ef þörf krefji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert