Gagnsæi í skattamálum skilar árangri

Aukið gagnsæi milli ríkja skilar árangri í baráttunni við skattsvik.
Aukið gagnsæi milli ríkja skilar árangri í baráttunni við skattsvik. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Frá árinu 2018 hafa yfir 90 ríki deilt með sér upplýsingum um 47 milljón aflandsreikninga með heildarvirði eigna um 4,9 billjónir evra. Um er að ræða alheimsátak í gagnsæi skattalegra upplýsinga, þekkt sem CRS (Common Reporting Standard).

Þetta kemur á heimasíðu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um alþjóðlegar aðgerðir til að auka gagnsæi í sjálfvirkum skiptum á bankaupplýsingum. Heildarskýrslu um átaksverkið er að vænta í lok árs en samkvæmt fyrstu upplýsingum hefur samstarfið bætt skattskil og skilað markverðum árangri fyrir ríki á heimsvísu.

Alls hafa 4.500 tvíhliða sambönd myndast milli ríkja um að deila skattalegum upplýsingum í gegnum The Automatic Exchange of Information Initiative (AEOI) sem markar stærstu sameiginlegu notkun á skattalegum upplýsingum í mannkynssögunni.

Njóta góðs af samstarfinu

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að Ísland hafi notið góðs af þessu samstarfi og bendir á að ríkisskattstjóri sé m.a. að bera þessar upplýsingar saman við aðrar upplýsingar sem aflað hefur verið um eignir Íslendinga í skattaskjólum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert