Kennsluflugvél þurfti að nauðlenda

Frá Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem Keilir hefur aðstöðu.
Frá Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem Keilir hefur aðstöðu. Ljósmynd/Keilir

Kennsluflugvél á vegum Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag. Einn nemandi var um borð í vélinni. Hann er ómeiddur og tilkynnti sjálfur um atvikið. Vélin er lítið skemmd.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Keilir er í nánum samskiptum við flugmálayfirvöld og verða frekari upplýsingar sendar út síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert