Nær ekki tilgangi sínum

Það getur tekið á taugarnar að fara með bílinn í …
Það getur tekið á taugarnar að fara með bílinn í skoðun. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fjöldi til­fella álagðra van­rækslu­gjalda vegna öku­tæk­is sem ekki er fært til lög­bund­inn­ar skoðunar á til­sett­um tíma er hátt í 40 þúsund á ári. Lít­il breyt­ing hef­ur orðið á fjölda álagn­inga þau 10 ár sem kerfið hef­ur verið við lýði, en til­gang­ur van­rækslu­gjalds­ins er að fækka óskoðuðum öku­tækj­um í um­ferðinni.

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa (RNSA) seg­ir gjaldið ekki ná til­gangi sín­um því hægt sé að greiða það án þess að færa öku­tækið til skoðunar á ný. Hef­ur RNSA nú beint þeirri til­lögu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins að taka til end­ur­skoðunar viður­lög við að van­rækja skoðun­ar­skyldu öku­tækja.

Ekki einka­mál hvers og eins

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB, seg­ir það vera „mjög furðulega ráðstöf­un“ að hægt sé að greiða van­rækslu­gjald án þess að fara með viðkom­andi öku­tæki í skoðun. „Um­ferðin er ekki einka­mál hvers og eins,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­blaðinu í dag.

Sýslumaður­inn á Vest­fjörðum ann­ast álagn­ingu og inn­heimtu van­rækslu­gjalds, sem er 15.000 krón­ur. Jón­as Guðmunds­son sýslumaður seg­ir embættið inn­heimta eina millj­ón vegna van­rækslu­gjalda á degi hverj­um, en að mati hans ætti að koma til greina að end­ur­skoða gjaldið með hækk­un í huga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert