„Þolinmæðin er að bresta“

Oddný G. Harðardóttir á Alþingi.
Oddný G. Harðardóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin og Miðflokkurinn reyna nú til þrautar að ná samkomulagi um þinglok.

„Ég er að vona að þetta sé að ganga. Við erum búin að lenda okkar málum en þetta er á milli ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. Við erum orðin óskaplega þreytt á því að bíða eftir því að það komist botn í þau mál,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Stíf fundarhöld hafa verið í allan dag. Að sögn Oddnýjar er plagg varðandi samkomulag í gangi á milli manna. Ef það verður samþykkt á næsta hálftímanum verður farið í atkvæðagreiðslu um það sem hægt er að greiða atkvæði um og svo verður haldið áfram á morgun en á meðal mála sem eru eftir er fjármálaáætlun.

„Þolinmæðin er að bresta hjá öllum öðrum þingmönnum í húsinu. Þetta gengur ekki svona. Þetta er algjör misnotkun á þingsköpum Alþingis,“ segir Oddný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert