Aukin bjartsýni meðal fyrirtækja

Bjartsýni hefur aukist á meðal fyrirtækja upp á síðkastið.
Bjartsýni hefur aukist á meðal fyrirtækja upp á síðkastið. mbl.is/​Hari

Fleiri fyrirtæki telja horfur í efnahagslífinu betri en fyrir tæpum fjórum mánuðum þegar meiri órói ríkti í viðskiptalífinu hér á landi.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum samstarfsverkefnis Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Gallup. Alls tóku 207 fyrirtæki þátt í könnuninni og var þátttökuhlutfall 50,2%. Fjöldi svarenda var 207 en 205 aðilar ákváðu að taka ekki þátt í könnuninni.

Í niðurstöðum könnunarinnar kom meðal annars fram að talsverð breyting hefur orðið á viðhorfi forsvarsmanna fyrirtækja þegar spurt er hvernig þeir telja horfur í efnhagslífinu vera. Þá virðist sem færri fyrirtæki telji horfurnar slæmar eða mjög slæmar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert