Funda á ný um þinglok

Kolbeinn Óttarson Proppé
Kolbeinn Óttarson Proppé mbl.is/​Hari

Hádegishlé var gert á þingfundi á Alþingi fyrir skömmu og segist Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks VG, í samtali við mbl.is vonast til að fundað verði möguleg þinglok í dag.

Spurður hvort vantraust sé að þvælast fyrir samningum um þinglok svarar Kolbeinn: „Það er kannski ekkert skrýtið að það er farið að ganga á traust eftir síðustu daga og vikur. Það komu drög í gær og leit út fyrir að þetta gæti náðst, en náðist svo ekki á síðustu metrunum.“

„Ég er ennþá bjartsýnn á að við getum náð saman sem fyrst og vonast til þess að við þingmenn allir förum kannski að einbeita okkur frekar að því sem við eigum að vera að gera, setja landinu góð lög, vinna að málum sem samstaða er um og vinna saman að þessu frekar en að vera í einhverjum fyrirsjáanlegum gamaldags farvegi,“ segir hann.

Seint í gærkvöldi slitnaði upp úr samningaviðræðum flokka meirihlutans og Miðflokksins. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagt verið væri að undirrita samkomulag þegar einn flokkanna hafi ekki viljað gangast við samkomulaginu.

Heimildir mbl.is herma að Miðflokkurinn hafi reynt að breyta kröfum sínum á síðustu stundu og upp úr því slitnuðu viðræðurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert