Mörg þúsund prósenta vextir smálána

„Þessi fyrirtæki nota ótrúlega harða markaðssetningu, beina henni gjarnan að ungu og óreyndu fólki og virðast án nokkurrar heimildar geta gengið inn á bankareikninga einstaklinga og tæmt þá,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til smálánafyrirtækja sem starfandi eru hér á landi. Segist Breki vita til þess að einstaklingar séu að greiða á bilinu 1.500 til 3.500 prósenta vexti sem sé mun hærri prósentutala en leyfilegt er að innheimta samkvæmt lögum. Þá viti hann mörg dæmi þess að fólk lendi í verulegum vanda, s.s. með að greiða íbúðarleigu, eftir að smálánafyrirtæki hefur tæmt bankareikning viðkomandi í upphafi mánaðar.

„Við hjá Neytendasamtökunum vitum til þess að fólk á bótum hefur ekki getað staðið við leigugreiðslur og misst íbúðir sínar vegna þess að smálánafyrirtæki hafa misnotað greiðslumiðlunarkefi fjármálastofnana og tekið háar upphæðir út af reikningum fólks,“ segir Breki í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert