Andlát: Atli Magnússon

Atli Magnússon.
Atli Magnússon. mbl.is/Einar Falur

Atli Magnús­son, þýðandi, rit­höf­und­ur og blaðamaður, er lát­inn, 74 ára að aldri. Hann lést á heim­ili sínu í Hafnar­f­irði aðfaranótt 14. júní.

Atli fædd­ist í Súðavík 26. júlí 1944 og ólst þar upp fyrstu ár ævi sinn­ar en flutti til Reykja­vík­ur á 7. ald­ursári og ólst að mestu upp hjá föður­for­eldr­um sín­um.

Hann var stór­an hluta starfsæv­inn­ar tengd­ur prent­miðlum, fyrst í próf­arka­lestri á Þjóðvilj­an­um og síðar blaðamaður á Tím­an­um þar sem hann starfaði í yfir 20 ár. Meðfram blaðamennsku lagði Atli stund á ritstörf og eft­ir hann liggja ótal þýðing­ar og viðtals­bæk­ur.

Hann rit­stýrði Sjó­manna­blaðinu Vík­ingi um ára­bil og starfaði um skeið sem dag­skrár­full­trúi á rík­is­út­varp­inu. Hann þýddi mörg af stór­virkj­um heims­bók­mennt­anna eins og Meist­ara Jim, Nostromo og Innstu myrk­ur eft­ir Joseph Conrad, Gats­by og Nótt­in blíð eft­ir F. Scott Fiz­ger­ald, Mrs. Galloway eft­ir Virg­iniu Woolf, Hið rauða tákn hug­prýðinn­ar eft­ir Stephen Cra­ne og Fall kon­ungs eft­ir Johann­es V. Jen­sen.

Hann skrifaði að auki Skært lúðrar hljóma, sögu lúðrasveita á Íslandi, en hann starfaði tæp 30 ár í Lúðrasveit verka­lýðsins og er heiðurs­fé­lagi sveit­ar­inn­ar. Atli læt­ur eft­ir sig einn son og fjög­ur barna­börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert