Mikið þarf að rigna til að gróður jafni sig á afréttum

Jarðvegur fauk undan norðvestanáttinni við Sandkluftavatn og Lágafell á Uxahryggjaleið. …
Jarðvegur fauk undan norðvestanáttinni við Sandkluftavatn og Lágafell á Uxahryggjaleið. Moldarmökkur var yfir Suðurlandi í gær. Ljósmynd/Þorleifur Magnússon

Ástand gróðurs á af­rétt­um er slæmt vegna langvar­andi þurrka. Sviðsstjóri hjá Land­græðslunni tel­ur að mikið þurfi að rigna til að gróður­inn nái sér aft­ur á strik.

Árni Braga­son land­græðslu­stjóri seg­ir að sums staðar hafi gróður verið fyrr á ferðinni vegna hag­stæðs vors. Ástandið sé því miður ekki gott nú vegna þurrk­anna, ekki síst á af­rétt­um á gos­belt­inu.

Gúst­av M. Ásbjörns­son, sviðsstjóri hjá Land­græðslunni, seg­ir að ekki sé farið að reyna á upp­rekst­ur fjár. Starfs­menn Land­græðslunn­ar hafa skoðað hluta af tveim­ur af­rétt­um sunn­an­lands með fjallskila­stjórn­um. „Menn þurfa ekki að líta lengi í kring­um sig til að sjá að ekki er hægt að huga að upp­rekstri. Næg­ur hiti er en það vant­ar rak­ann. Mikið þarf að rigna til að gróður­inn nái sér á strik,“ seg­ir Gúst­av í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert