Þrítugasta kvennahlaupið í veðurblíðu

Frá ræsingu kvennahlaupsins í Garðabæ í morgun.
Frá ræsingu kvennahlaupsins í Garðabæ í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvennahlaupið hófst víða um landið klukkan 11 í morgun en það fer fram í þrítugasta sinn. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í Garðabæ þar sem fjöldi kvenna úr öllum aldurshópum var mættur í veðurblíðunni til að taka þátt í hlaupinu. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlaupið er langstærsti almenningsíþróttaviðburðurinn á Íslandi á hverju ári. Konur á öllum aldri koma saman á hlaupadegi og eiga skemmtilega stund þar sem sumar hlaupa en aðrar ganga.

Fyrsta kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990 í Garðabæ og var það haldið í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlaupið er haldið á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis.

Hlaupið var ræst á flestum stöðum á landinu klukkan 11 en á vefsíðu hlaupsins má sjá allar tímasetningar.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert