Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhalda í miðborg Reykjavíkur á morgun, 17. júní, og hvetur lögregla vegfarendur til að fara varlega og leggja löglega, en frekari upplýsingar um götulokanir er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni, en mest mun röskun verða á akstri í kringum miðbæ Reykjavíkur vegna gatnalokana sem vara frá klukkan sjö að morgni til sjö að kvöldi. Þá verða raskanir í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 10:15 og 15:00.
Raskanir á leiðum strætó 17. júní eru eftirfarandi:
Í Reykjavík verður ekki hægt að aka um Lækjargötu, Fríkirkjuveg, Vonarstræti og hluta Hofsvallagötu milli klukkan 07:00 og 19:00. Leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 munu aka Snorrabraut til og frá Hlemmi. Eftirtaldar biðstöðvar loka á þessum tíma:
Í Hafnarfirði munu leiðir 1, 21, 43 og 44 aka hjáleið vegna skrúðgöngu á Hringbraut og Lækjargötu frá klukkan 13:00 til 13:30 og loka eftirtaldar biðstöðvar á meðan:
Í Kópavogi aka leiðir 4, 28, 35 og 36 hjáleið til og frá Hamraborg vegna skrúðgöngu á Digranesvegi frá klukkan 13:20 til 14:00 og loka eftirtaldar biðstöðvar á meðan:
Nánar er hægt að kynna sér raskanir á akstri Strætó 17. júní á heimasíðu Strætó.