Ráðuneytið með öryggisátt til skoðunar

Lögreglan stöðvar ótryggða bíla.
Lögreglan stöðvar ótryggða bíla. mbl.is/​Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er með erindi Rannsóknarnefndar samgönguslysa til skoðunar, en það snýr að álagningu vanrækslugjalds ef skráð ökutæki er ekki fært til lögmætrar skoðunar innan tilskilins tíma.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um banaslys sem varð á Miklabraut við Skeiðarvog 25. nóvember 2017 er gerð tillaga í öryggisátt og er það mat nefndarinnar að taka ætti til skoðunar hvernig hægt sé að gera kerfið skilvirkara.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu barst erindi frá rannsóknarnefndinni varðandi þessa tillögu með bréfi 29. maí og ber ráðuneytinu að upplýsa nefndina innan þriggja mánaða um það með hvaða hætti brugðist verði við tillögunni. Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi ný umferðarlög sem taka munu gildi 1. janúar 2020. Í þeim hafa verið gerðar breytingar á gildandi ákvæðum um fjárhæð, álagningu og innheimtu vanrækslugjalds, en hún skal að hámarki vera 100.000 krónur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert