Stofa á Þjóðminjasafni opnuð í dag

Rúmfjalir eru meðal sýningargripa í hinni nýju Stofu Þjóðminjasafnsins.
Rúmfjalir eru meðal sýningargripa í hinni nýju Stofu Þjóðminjasafnsins. Ljósmynd/Þjóðminjasafnið

Í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní, verður í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík opnað nýtt rými sem nefnt er Stofa. Þar er aðstaða þar sem börn, fjölskyldur, skólahópar og aðrir geta kynnt sér safnkostinn í meira návígi en áður hefur boðist.

„Við þurfum að auka þátttöku barna og það er gert með því að byggja upp nýstárlega aðstöðu í grunnsýningunni,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Hægt verður að breyta Stofunni úr stofu í baðstofu, rannsóknarstofu eða kennslustofu, greinir Margrét frá. Innst í rýminu er bæjarhóllinn sem vísar til sögunnar í gegnum aldirnar, en bæjarhólar eru oft mikil uppspretta heimilda fornleifafræðinga um líf fólks fyrr á tímum. Bæjarhólnum má svo eftir atvikum breyta í skip, baðstofu eða útsýnispall, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert