Jákvæðnin var óvæntust

Fyrirtæki í sjávarútvegi voru líklegust til að fækka starfsfólki.
Fyrirtæki í sjávarútvegi voru líklegust til að fækka starfsfólki.

„Það sem kom mér eiginlega mest á óvart er hvað menn eru þrátt fyrir allt jákvæðir.“ Þetta segir Vífill Karlsson hagfræðingur í samtali við Morgunblaðið um rannsóknarskýrslu sína um fyrirtæki á landsbyggðinni.

Í niðurstöðum könnunar sem lögð var fyrir ríflega 2000 fyrirtæki kemur m.a. fram að fyrirtæki á landsbyggðinni hafi verið líklegri til að ráðast í mannaráðningar heldur en uppsagnir, þrátt fyrir að afkoma þeirra væri almennt verri en fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. „Maður fer auðvitað að pæla: Er það vegna þess að menn fatta ekki hvað staðan er alvarleg? Eða er það eitthvað allt annað?“ segir hann.

Í niðurstöðum umræddrar könnunar kemur einnig fram að fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á menningu og listum dafni betur í landshlutum sem eru mjög fjarri höfuðborgarsvæðinu. „Því hefur oft verið haldið fram að nálægð við borgir geti bæði örvað menningu og latt hana,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert