Kynrænt sjálfræði lögfest

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/​Hari

Laga­frum­varp Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, um kyn­rænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi í dag. Með samþykkt lag­anna er staðfest­ur með lög­um rétt­ur ein­stak­lings til að breyta op­in­berri kyn­skrán­ingu sinni í sam­ræmi við eig­in upp­lif­un og án þess að þurfa að sæta skil­yrðum um sjúk­dóms­grein­ingu og lækn­is­meðferð. 

45 þing­menn greiddu at­kvæði með frum­varp­inu en þrír sátu hjá.

Frum­varpið miðar að því að virða og styrkja sjálfs­ákvörðun­ar­rétt hvers ein­stak­lings þar sem eig­in skiln­ing­ur á kyn­vit­und er lagður til grund­vall­ar ákv­arðana­töku varðandi op­in­bera skrán­ingu, enda séu aðrir ekki bet­ur til þess bær­ir.

Einnig er lög­un­um ætlað að standa vörð um rétt ein­stak­linga til lík­am­legr­ar friðhelgi og verður nú skipaður starfs­hóp­ur til að tryggja rétt­ar­stöðu barna sem fæðast með ódæmi­gerð kyn­ein­kenni. 

Til þess að bæta rétt­indi fólks í raun og veru þarf póli­tískt þor og póli­tísk­an vilja. Rétt­indi fólks eru nefni­lega því miður ekki sjálf­sögð þótt árin líði eins og við sjá­um þegar við horf­um á stöðu mann­rétt­inda á alþjóðavett­vangi,“ er haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur, á vef Stjórn­ar­ráðsins, vegna ný­samþykktra laga.

„Lög um kyn­rænt sjálfræði fela í sér mik­il­væg­ar breyt­ing­ar á rétt­ar­stöðu hinseg­in fólks og með samþykkt lag­anna skip­ar Íslands sér í fremstu röð á alþjóðavísu. Mín von er að með samþykkt þess­ara laga muni þörf umræða vakna í sam­fé­lag­inu um það hvað þetta merk­ir og mik­il­vægi þess að tryggja mann­rétt­indi allra hópa sam­fé­lags­ins,“ er enn frem­ur haft eft­ir Katrínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert