Sektaðar fyrir mismæli

Hópurinn í „Kvæðakonunni góðu“ í Berlín. Frá vinstri: Ragnheiður Ólafsdóttir, …
Hópurinn í „Kvæðakonunni góðu“ í Berlín. Frá vinstri: Ragnheiður Ólafsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Steinunn Hjartardóttir, Sigrún Hjartardóttir og Ingunn Ásdísardóttir. Ljósmynd/Sigrún Jónsdóttir

„Kvæðakonan góða“, hópur ellefu kvæðakvenna, kvað rímur og flutti stemmur á torgum og götuhornum í Berlín í Þýskalandi undanfarna daga. „Þetta er byrjunin á yfirferð hópsins um útlönd,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir.

Mágkonurnar Ingibjörg og Hallgerður Gísladóttir þjóðháttafræðingur, sem lést 2007, fóru á rímnanámskeið hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni skömmu eftir aldamót og upp úr því spratt hugmyndin að kvæðakvennahópnum, að sögn Ingibjargar.

Markmið hans yrði það að halda á lofti kveðskaparforminu, þessum gamla menningararfi en jafnframt að endurnýja hann og endurskapa. Nafnið „Kvæðakonan góða“ varð til strax í upphafi. En örlögin höguðu því þannig að þegar Hallgerður veiktist og dó voru áformin sett á ís þar til í vetur sem leið.

Sjá samtal við Ingibjörgu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert