Eyrún framkvæmdastjóri Kjarnans

Eyrún Magnúsdóttir.
Eyrún Magnúsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eyrún Magn­ús­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans. Hún hef­ur þegar hafið störf. 

Eyrún hef­ur síð­ast­liðin tæp sjö ár haft um­sjón með og rit­stýrt Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðs­ins en starf­aði þar áður sem ráð­gjafi árum sam­an þar sem hún kom að ým­iss kon­ar verk­efna­stjórn­un, mark­aðs- og út­gáfu­mál­um og stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hún starf­aði einnig á RÚV á ár­un­um 2004 til 2006 og var meðal ann­ars einn þátta­stjórn­enda Kast­ljóss á því tíma­bili. Eyrún er með BA-gráðu í í hag­fræði með sagn­fræði sem auka­grein. Þá hef­ur hún lokið meist­ara­námi í stjórn­un og stefnu­mót­un frá við­skipta­fræði­deild Há­skóla Íslands, að því er seg­ir á vef Kjarn­ans.

Eyrún tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra af Þórði Snæ Júl­í­us­syni sem gegnt hef­ur því sam­hliða rit­stjóra­starfi frá byrj­un árs 2018. Hann mun nú ein­beita sér al­farið að rit­stjórn Kjarn­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert