Reðrafjöld á Helgafelli stingur í augu

„Þar sem jökulinn ber við loftið hættir landið að vera …
„Þar sem jökulinn ber við loftið hættir landið að vera jarðneskt“ og ef orð skáldsins fengju að standa ætti þar að ríkja fegurðin ein, ofar hverri kröfu. Þannig er ekki beint umhorfs á Helgafelli, sem er flekkað reðrum og öðru ósæmilegu krassi. Ljósmynd/María Elíasdóttir

Óprúttnir aðilar hafa greypt merki sín í Helgafell við Hafnarfjörð og myndir af illa útleiknu móberginu vekja furðu og hneykslan. Á meðal myndanna sem prýða Helgafell á þessari stundu eru getnaðarlimir í öllum stærðum og gerðum.

Umhverfisstofnun hefur kært málið til lögreglu, sem tekur það svo til meðferðar. Mörg nöfn er að finna á myndunum, jafnvel einkennandi tvínefni. „Nöfn og fangamerki einstaklinga höfðu verið krotuð í mjúkt bergið og er augljóst að sum spjöllin hafa verið unnin mjög nýlega, jafnvel á allra síðustu dögum,“ segir í tilkynningu um kæruna hjá stofnuninni.

Sem og ævinlega í málum sem þessum er sjón sögu ríkari og myndirnar sem hér eru birtar eru það með góðfúslegu leyfi Maríu Elíasdóttur tannlæknis, sem tók þær í göngu sinni að morgni þjóðhátíðardags.

Hér teygir einn reðurinn sig endilangur eftir fjallinu.
Hér teygir einn reðurinn sig endilangur eftir fjallinu. Ljósmynd/María Elíasdóttir

„Þetta var greinilegt alls staðar. Þeir höfðu notað einhverja steina eða hnífa til að rista þetta í steininn. Hann er smá mjúkur þannig að þetta er hægt, en samt þarf að hafa smá fyrir þessu,“ segir María í samtali við mbl.is.

María hefur áhyggjur af því að þegar unglingar eða ferðamenn sjá myndirnar, ímyndi þeir sér að þetta sé lenskan á þessum slóðum, og þannig margfaldi vandamálið sjálft sig.

„Þetta eru náttúrulega náttúruspjöll,“ segir hún og telur að svona nokkuð taki nokkurn tíma að gróa, alla vega einhver ár. María harmar þetta, ekki síst í ljósi aukinnar umhverfisumræðu, og hljóðið í mönnum á Facebook, þar sem María greindi frá þessu, er á sömu leið.

Myndirnar bera sköpunargleði þeirra sem voru að verki vott, hvort sem menn greypa upphafsstafi sína í steininn, stafa út allt nafnið sitt jafnvel eða skreyta náttúruna með hverju fallísku tákninu á eftir öðru.

„Svona áletrarnir eru skýrt brot á náttúruverndarlögum og gríðarleg vanvirðing gagnvart náttúru landsins, enda skilja brotin eftir sig skemmdir sem getur tekið veður og vinda tugi eða hundruð ára að afmá,“ segir hjá Umhverfisstofnun um málið.

Ef til vill er ekkert sérstaklega flókið að finna út …
Ef til vill er ekkert sérstaklega flókið að finna út hverjir voru að verki. Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
Ljósmynd/María Elíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka