Ævintýri á gönguför

Kristján Sveinsson gengur nú aðeins á þurru landi, mest í …
Kristján Sveinsson gengur nú aðeins á þurru landi, mest í golfi á vellinum á Korpúlfsstöðum mbl.is/​Hari

Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur.

Tildrög málsins eru þau að Eyjamenn höfðu lengi leitað leiða til að fá sæstreng fyrir rafmagn. Fyrstu botnrannsóknirnar voru gerðar 1938, aftur var hafist handa um 12 árum síðar og 1961 fannst leiðin, sem fyrsti strengurinn var síðan lagður eftir á milli Landeyjasands og Eyja í blíðskaparveðri sumarið 1962. Áhöfn vitaskipsins Árvakurs sótti strenginn á skipinu til Danmerkur og lagði hann.

Kristján, boxari í Ármanni, var 28 ára gamall stýrimaður á Árvakri. Hann segir að kapallinn hafi verið hringaður ofan í lestina í Kaupmannahöfn og sérstakt spil sett á dekkið til þess að spila honum út á leiðinni frá landi til Eyja. „Þetta voru nákvæmlega 13 kílómetrar og 176 metrar,“ staðfestir hann. Eftir lagninguna hafi verið hleypt rafmagni á strenginn, 60.000 voltum, og þá hafi hann slegið út. „Rafveitumennirnir héldu því fram að við hefðum lagt kapalinn vitlaust, þrátt fyrir að mæling sýndi að líklega væri um gallaða samsetningu að ræða, en 1.000 metrar voru á milli samsetninga. Því lögðum við af stað til baka til að kanna kapalinn, gúmmíbátur fylgdi mér og var með mig í taumi en ég gekk eftir botninum og dró mig áfram á kaplinum.“

Sjá samtal við Kristján í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert