Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.
Í skýrslunni er sérstök áhersla lögð á kynslóðina sem mun taka við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Heimsmarkmiðin eru 17 markmið sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2015 að setja mannkyninu sem markmið til ársins 2030.
Meðal þeirra er að binda enda á fátækt í öllum myndum, draga úr ójöfnuði innan og milli ríkja, grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn loftslagsbreytingum, tryggja jafnrétti kynjanna og fleira.
Nánar má lesa um innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi hér.