Eyrún Ólafsdóttir skilaði meistaraprófsverkefni sínu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á íslensku táknmáli og varð þar með fyrst nemenda til þess, en hún brautskráist á laugardag.
„Þetta verkefni getur opnað döff nemendum ný tækifæri til að skila verkefnum sínum í námi,“ segir Eyrún.
Hún fæddist döff og segist hafa haft efasemdir um verkefnið á táknmáli í byrjun, en þetta væri móðurmál hennar. Því gæti hún tjáð sig hindrunarlaust og kynnt málið í leiðinni, að því er fram kemur í samtali við Eyrúnu í Morgunblaðinnu í dag.