Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

Hér er ein systirin lögð í gáminn í Sjanghæ áður …
Hér er ein systirin lögð í gáminn í Sjanghæ áður en haldið var af stað aðfaranótt miðvikudags. Ljósmynd/Sea Life Trust

„Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær.

Mjaldrarnir voru látnir síga með lyftu ofan í laugina og Íris fylgdist með þegar önnur systranna fór ofan í. Að sögn Írisar gengur mjög vel að koma mjöldrunum fyrir.

Mjaldur kominn í hengirúmið sem hann ferðaðist síðan í í …
Mjaldur kominn í hengirúmið sem hann ferðaðist síðan í í gámnum í flugvélinni. Mynd frá Sjanghæ. Ljósmynd/Sea Life Trust

„Þeir sem sinna systrunum eru mjög ánægðir með hvernig þær eru að aðlagast,“ segir hún en fyrst um sinn eru dýrin í sóttkví í djúpri öryggislaug í um 40 daga, áður en þeim er hleypt út í Klettsvík. Í sömu laug koma þær til með að eiga athvarf þegar fram líða stundir ef aðstæður verða erfiðar í Klettsvík.

Myndir úr ferðalaginu sýna hvernig fór um mjaldrana í gámunum. Á þeim má sjá að það var þröngt um þá búið, sem að sögn Írisar var til þess fallið að forða dýrunum frá ryskingum ef þær yrðu nokkrar í flugferðinni. Hengirúm mjaldranna voru úr mjúku efni og gámarnir sérhannaðir fyrir ferðalagið.

Mjaldrarnir voru hvor í sínum gámi en þeir voru sérhannaðir …
Mjaldrarnir voru hvor í sínum gámi en þeir voru sérhannaðir fyrir ferðalagið. Ljósmynd/Sea Life Trust

Að sögn Írisar er allt með kyrrum kjörum, systurnar eru farnar að éta, hreyfa sig og haga sér eðlilega. Á Instagram-myndinni eru mjaldrarnir enn í Kína. 

Þröngt mega sáttir liggja. Ætla má að dýrin hafi verið …
Þröngt mega sáttir liggja. Ætla má að dýrin hafi verið skorðuð svo að ryskingar yrðu sem minnstar. Ljósmynd/Sea Life Trust
Sérhannaðir gámar.
Sérhannaðir gámar. Ljósmynd/Sea Life Trust
Ljósmynd/Sea Life Trust
Fyrst um sinn verða mjaldrarnir í þessari öryggislaug, til að …
Fyrst um sinn verða mjaldrarnir í þessari öryggislaug, til að aðlagast aðeins aðstæðum áður en þeim er hleypt út í sjó. 5-6 vikur munu þeir dvelja hér. Ljósmynd/Sea Life Trust
Ljósmynd/Sea Life Trust
Griðasvæðið í Klettsvík verður ekki tekið í notkun fyrr en …
Griðasvæðið í Klettsvík verður ekki tekið í notkun fyrr en eftir 5-6 vikur. Ljósmynd/Sea Life Trust
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert