Reykjavíkurborg áætlar að skipta út nær öllum götulömpum í Fossvogi og stórum hluta Breiðholts á árinu fyrir lampa sem búnir eru LED-ljósum og smartstýringu.
Er áætlunin liður í ljósvistarstefnu borgarinnar sem hefur það að markmiði að auka öryggi vegfarenda, efla tengsl hverfa og svæða, auka rekstraröryggi og minnka rekstrar- og vistkostnað.
Einnig stendur til að endurnýja lýsingu á Arnarhóli og í Lýðveldisgarðinum en búið er að endurnýja ljós á stígum í Laugardal, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.