Biskupsstofa flytur á Höfðatorg

Kirkjuhúsið á Laugavegi 31 verður auglýst til sölu í fjölmiðlum …
Kirkjuhúsið á Laugavegi 31 verður auglýst til sölu í fjölmiðlum um helgina. mbl.is/Eggert

Biskupsstofa mun flytja starfsemi sína í Katrínartún 4 á Höfðatorgi í haust og Kirkjuhúsið á Laugavegi 31 verður auglýst til sölu í fjölmiðlum um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef biskupsstofu.

Þjónustumiðstöð biskupsstofu, sem nú er til húsa á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, mun einnig fá stað í hinu nýja húsnæði, þegar að breytingum á því verður lokið.

Því verður öll starfsemi biskupsstofu sameinuð á einni hæð, nánar tiltekið þeirri þriðju í hinu nýja húsnæði, sem biskupsstofa hefur nú þegar tekið á leigu. 

„Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfsfólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batnar einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfðatorgi,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytjist í núverandi húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar í Háteigskirkju.

Samningur um leigu á 3. hæð í Katrínartúni 4 hefur …
Samningur um leigu á 3. hæð í Katrínartúni 4 hefur þegar verið handsalaður. Ljósmynd af vef þjóðkirkjunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert