Borgarstjóri klifraði upp í vitann

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er léttur á fæti eins og …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er léttur á fæti eins og sjá má og vippaði sér upp í vitann á augabragði. mbl.is/Hari

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var léttur í spori þegar nýi guli innsiglingarvitinn við Sæbrautina var virkjaður í hádeginu og þannig tengdur við aðra vita í borginni. Borgarstjóri gerði sér lítið fyrir og vippaði sér upp í vitann þegar ljósmyndara mbl.is og Morgunblaðsins bar að garði. Auk Dags voru hafnarstjóri og stjórn Faxaflóahafna viðstödd þessa sögulegu stund. 

Borgarstjóri, hafnarstjóri og stjórn Faxaflóahafna voru viðstödd þegar nýi guli …
Borgarstjóri, hafnarstjóri og stjórn Faxaflóahafna voru viðstödd þegar nýi guli innsiglingarvitinn við Sæbraut var virkjaður í hádeginu. mbl.is/Hari

Vitinn er aust­an við Höfða við Sæ­braut í Reykja­vík og á hann að koma í stað eldri vita í turni Sjó­manna­skól­ans sem var í notk­un allt þar til há­hýs­in við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Innsiglingarvitarnir frá 1913-1917 í Gömlu höfninni voru notaðir sem fyrirmynd við hönnun hjá Yrki Arkitektum á vitanum við Sæbraut.

Fyllsta öryggis var gætt þegar starfsmaður Faxaflóahafna virkjaði nýja gula …
Fyllsta öryggis var gætt þegar starfsmaður Faxaflóahafna virkjaði nýja gula innsiglingarviann í hádeginu í dag. mbl.is/Hari

Vitinn er mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur og auðveldar siglingu inn í Reykjavíkurhöfn en einnig er reiknað með því að vit­inn muni laða að sér ferðamenn, en út­sýni frá hon­um er með allra besta móti.

Kostnaður við verkið fór um­tals­vert fram úr áætl­un­um en áætlaður kostnaður borg­ar­inn­ar við vit­ann er um 150 millj­ón­ir króna en gert hafði verið ráð fyr­ir því að hann yrði ná­lægt hundrað millj­ón­um króna í upp­hafi. Kostnaður við jarðvinnu og land­fyll­ingu er meiri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og skýr­ir hækk­un­ina að mestu leyti.



Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tók sig vel út í gula …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tók sig vel út í gula vitanum við Sæbraut þegar hann var virkjaður í dag. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert