Fyrsti í Solstice í blíðskaparveðri

Fólk lét skjóta sér upp í geim í teygjubyssunni.
Fólk lét skjóta sér upp í geim í teygjubyssunni. mbl.is/Arnþór

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í Laugardalnum síðdegis í dag. Hátíðin fór rólega af stað og á myndum frá því um kvöldmatarleytið virtust ekki fleiri en fáein þúsund á staðnum. Búist var við vel á annan tug þúsunda í dalinn.

Nóg er af fólki á svæðinu. Pusha T hélt uppi góðri stemningu á aðalsviðinu í Valhalla, þrátt fyrir að hafa verið tilkynntur með stuttum fyrirvara. Nú er blíðskaparveður og klukkan 22.40 hefjast síðustu tónleikar kvöldsins í Gimli. Svo verður skemmtanahaldi haldið áfram á Hard Rock í miðbænum.

Pusha T var helsta númerið í kvöld.
Pusha T var helsta númerið í kvöld. mbl.is/Arnþór

Langar raðir mynduðust við opnun hátíðarinnar þegar fólk streymdi að til að sækja armböndin sín. Svo komust menn inn á svæðið og skemmtu sér þar í góðra vina hópi á sumarkvöldi. Sumir fóru í teygjubyssutívólítæki eða fallturn og styttu sér þannig stundir.

Helstu númerin í kvöld voru Pusha T, Pussy Riot, ClubDub, Yxng Bane, Jói Pé og Króli og margir fleiri. Jói Pé og Króli stíga síðastir á svið í Gimli. 

Hátíðin heldur áfram á morgun. Þá stíga á svið Black Eyed Peas, Foreign Beggars, Högni og Hatari. 

Pusha T var tilkynntur með stuttum fyrirvara, þegar Rae Sremmurd …
Pusha T var tilkynntur með stuttum fyrirvara, þegar Rae Sremmurd forfölluðust. mbl.is/Arnþór
Menn við skál. Glatt á hjalla.
Menn við skál. Glatt á hjalla. Arnþór Birkisson
Karpað við kamrana.
Karpað við kamrana. mbl.is/Arnþór
Maður er manns gaman og tívolítæki líka.
Maður er manns gaman og tívolítæki líka. Arnþór Birkisson
Upp með hendur, sagði einhver einhvern tímann.
Upp með hendur, sagði einhver einhvern tímann. Arnþór Birkisson
Elli Grill góður á því.
Elli Grill góður á því. mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
Fyrsti dagur á Secret Solstice fór vel af stað.
Fyrsti dagur á Secret Solstice fór vel af stað. mbl.is/Arnþór
Veiparar þjóðarinnar sendu fulltrúa sína á vettvang, eins og var …
Veiparar þjóðarinnar sendu fulltrúa sína á vettvang, eins og var viðbúið. mbl.is/Arnþór
Svala lætur ekki að sér hæða.
Svala lætur ekki að sér hæða. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert