Nýr og léttari tankbíll

Brunavarnir í skóglendi.
Brunavarnir í skóglendi. mbl.is/Davíð Pétursson

Brunavarnir Árnessýslu munu í næsta mánuði bæta við bílaflota sinn nýjum tankbíl sem mun geta sinnt verkefnum í sumarhúsabyggðum sem aðrir bílar gátu síður sinnt.

„Við höfum verið með fjóra tankbíla og þetta er þá þriðji bíllinn sem við endurnýjum,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.

„Þetta er auðvitað bara endurnýjun á eldri bíl en hugsunin með þennan er að hann er aðeins léttari en hinir og er þá betri til þess að koma á sumarhúsasvæði því þar eru ekki alls staðar vegir sem bera svona þung tæki eins og við erum með,“ segir hann og bætir við að í sumum sumarhúsabyggðum séu ekki veitur sem geta annað slökkvistarfi. Þá sé mikilvægt að geta komið með sem mest slökkvivatn með sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert