Orkudrykkja neytt í miklum mæli

Orkudrykkir í kæli
Orkudrykkir í kæli mbl.is/Arnþór Birkisson

Orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema jókst mikið á árunum 2016 til 2018, en hlutfall þeirra sem neytti orkudrykkja daglega eða oftar fór úr 22% í 55%.

Niðurstöðurnar eru úr rannsókninni Ungt fólk á vegum rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík. Þar kemur að auki fram að fjórfalt fleiri stúlkur í framhaldsskóla neyttu orkudrykkja árið 2018 en árið 2016.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, segir að samspil umsvifamikillar markaðssetningar orkudrykkja og álags á ungu fólki sé meðal þess sem gæti skýrt aukninguna:

„Orkudrykkirnir hafa verið markaðssettir á ákveðinn hátt og ungt fólk er undir álagi. Framhaldsskólanemar ná ekki nægum svefni og raunin er að þeir vinna mikið með skóla,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert