Um síðustu helgi var um 15-19 tonna farmur, þar af ein grafa, fluttur í rúmlega fimmtíu ferðum á gúmmíbát frá varðskipinu Tý í fjöruna við Hornbjargsvita.
Tilefnið er framkvæmdir sem Ferðafélag Íslands er að ráðast í við vitann, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Skipherra á varðskipinu sagði verkið hafa verið „ekkert vesen“ þrátt fyrir að það hafi tekið um það bil sólarhring.