Nær allir fulltrúar ráðsins eru konur

Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu.
Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö borgarfulltrúar voru kosnir í borgarráð til eins árs á fundi borgarstjórnar í vikunni. Sex af hinum nýju fulltrúum borgarráðs eru konur og einn er karlmaður. Kynjahlutföllin eru jafnari í hópi sjö varamanna sem kosnir voru, en þar sitja þrír karlmenn og fjórar konur.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er nýkjörinn forseti borgarstjórnar. Spurður hvort skipan borgarfulltrúa í borgarráð sé lögum samkvæmt, vegna ójafnra kynjahlutfalla, segir Pawel svo vera. Ekki sé gerð krafa í sveitarstjórnarlögum um jöfn kynjahlutföll sé kosninganefndin einskorðuð við kjörna fulltrúa.

„Einungis er heimilt að kjósa þá sem eru borgarfulltrúar eða fyrstu varamenn í borgarráð. Þar sem þau hlutföll eru mjög ójöfn á þessu kjörtímabili þá er heimilt að gera ekki sérstaka kröfu um að það sé jafnt hlutfall þar inni,“ segir hann.

Í borgarráði sitja nú þau Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. veronika@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert