16 milljónir í lögfræðiálit

Carl Baudenbacher fékk greiddar 8,5 milljónir króna fyrir sitt lögfræðiálit.
Carl Baudenbacher fékk greiddar 8,5 milljónir króna fyrir sitt lögfræðiálit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður utanríkisráðuneytisins við aðkeypt lögfræðiálit vegna innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins nemur 16 milljónum króna, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn mbl.is.

Dýrast var álit Carls Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en það kostaði 61.249 evrur jafnvirði tæplega  8,5 milljónir króna. Tekið er fram í svari ráðuneytisins að kostnaður vegna vinnu Baudenbacher nær einnig til ferðakostnaðar og sérstöku tímagjaldi vegna vinnuframlags á meðan hann var hér á landi.

Þá var kostnaður vegna vinnu Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, 2,75 milljónir króna, Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögfræðings um 1,8 milljónir króna og Skúla Magnússonar, héraðsdómara og dósents við lagadeild Háskóla Íslands, 1,5 milljónir króna

Jafnframt var kostnaður vegna  vinnu Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt, 827 þúsund krónur og 675 þúsund krónur vegna vinnu Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskóla Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert