Cyclothon hefst í áttunda sinn

Gert er ráð fyrir fyrstu keppendum í mark á föstudagsmorgun.
Gert er ráð fyrir fyrstu keppendum í mark á föstudagsmorgun. Ljósmynd/Aðsend

Rúmlega 570 keppendur hafa skráð sig til þátttöku í stærstu götuhjólreiðakeppni landsins, WOW Cyclothon, sem hefst annað kvöld þegar einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki leggja af stað frá Egilshöll.

Þrír keppendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppninni, en þeir hafa 72 klukkustundir til að hjóla 1.358 km í kring um landið. Í A flokki eru níu lið skráð til keppni, hvert með fjóra keppendur fyrir sig sem skipta vegalengdinni sín á milli og í flokki B eru 47 tíu manna lið skráð til keppni. Sextíu eru skráðir í flokki Hjólakrafts, sérstökum hjólasamtökum ætluðum ungu fólki til valdeflingar.

Í ár safna keppendur áheitum til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal fyrir börn og ungenni með líkamlegar og andlegar fatlanir og er áætlað að styrkurinn verði mikil lyftistöng fyrir uppbyggingu í Reykjadal, en keppnin snýst ekki aðeins um að vera fyrstur í mark, heldur einnig um það hver nær að safna flestum áheitum.

Níu lið eru skráð í flokki A þar sem fjórir …
Níu lið eru skráð í flokki A þar sem fjórir eru í liði. Ljósmynd/Aðsend

Eins og áður segir leggja einstaklingar og keppendur í Hjólakraftsflokki af stað á þriðjudagskvöld, en ræst verður klukkan 19. Keppendur í flokkum A og B leggja svo af stað á miðvikudagskvöld. Gert er ráð fyrir fyrstu keppendum í mark á föstudagsmorgun, en tími rennur út á laugardag.

47 lið eru skráð til keppni í flokki B.
47 lið eru skráð til keppni í flokki B. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert