Isavia engar skýringar fengið

SAS aflýsti flugi sínu til og frá landinu í dag.
SAS aflýsti flugi sínu til og frá landinu í dag. AFP

Engar skýringar hafa borist til Isavia um það af hverju skandinavíska flugfélagið SAS aflýsti flugferðum sínum til og frá landinu í dag. Þetta segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia.

Flugvélar félagsins sem áttu að koma frá Ósló og Kaupmannahöfn í dag komu ekki til landsins og flugfélagið hefur ekki gefið farþegum skýringar á því af hverju svo er. Flugfélagið hefur þó hjálpað farþegum að komast leiðar sinnar í dag á annan hátt.

mbl.is hef­ur leitað skýringa á málinu hjá SAS en svör hafa ekki borist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert