Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Íslandspóstur.
Íslandspóstur. mbl.is/Eggert

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramálið.

Þetta kemur fram á vef Alþingis. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lauk gerð skýrslunnar fyrir um tíu dögum síðan. 

Staða Íslandspósts var í umræðunni í lok síðasta árs eftir að fyrirtækið óskaði eftir fyrirgreiðslu úr ríkissjóði upp á 1,5 milljarða króna til þess að hægt yrði að halda rekstri þess áfram. 

Að lokinni kynningu skýrslunnar hjá nefndunum verður hún birt opinberlega. Fundurinn í fyrramálið verður lokaður og hefst hann klukkan 9.40. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert