Veganestið veganesti fyrir Nettó

Nettó opnaði út á Granda árið 2013.
Nettó opnaði út á Granda árið 2013. mbl.is

„Þarna skarast íslensk tunga og ensk og það kemur óheppilega út,“ segir Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó um óheppilega Vegan-merkingu á óvegan veganesti í verslun Nettó úti á Granda.

Sagt var frá þeirri misvísandi verðmerkingu hér á mbl.is um helgina, en þar var veganesti frá Kexsmiðjunni skammstafað sem Vegan. Menn lýstu yfir áhyggjum af því að ferðamenn kynnu að túlka miðann sem svo að um væri að ræða vegan smáköku.

Hallur segir í samtali við mbl.is að um leið og menn þar á bæ hafi fengið veður af umræðunni um merkinguna hafi þeir látið breyta henni. Nú er Veganesti stafað út og önnur orð stytt á móti. Talið var æskilegra að hátta því á þann veg og má ætla að reynslan af þessu máli verði Nettó haldgott veganesti á komandi tímum. 

Áður stóð „Vegan. Súkkulaðidraumur 90g.“ og „Vegan. Múslíkaka 90g.“ Því …
Áður stóð „Vegan. Súkkulaðidraumur 90g.“ og „Vegan. Múslíkaka 90g.“ Því hefur verið breytt og nú stendur eitthvað eins og Veganesti Súkkulaðid. og Veganesti Múslík. Ljósmynd/Sigríður Ýr Unnarsdóttir

Á svona miðum eru að sögn Halls aðeins ákveðið mörg stafabil í boði. Það þarf því að stytta sumt. Kerfið kemur með tillögu að styttingu á vöruheitinu og ef engin athugasemd er gerð við þá tillögu getur útkoman orðið eins og þessi.

Þetta er bara stofnað svona af því að það eru bara ákveðið margir reitir. Við létum breyta þessu strax þegar við föttuðum þetta,“ segir Hallur.

Þó að þetta hafi verið sett fram með þessum hætti segist Hallur enga spurn hafa haft af því að einhver hafi keypt þetta í trú um að þetta væri vegan. „Ég hef alla vega ekki fengið neitt á mitt borð um það,“ segir hann. Hann sá merkinguna fyrst í fjölmiðlum.

Hann segir að Nettó leggi annars kapp á að hafa veganvænar vöruútstillingar. „Við erum að okkar mati með eitt besta úrvalið í veganvörum í dag og leggjum mikið upp úr því,“ segir Hallur. 

Ferðamaðurinn sem var á ferð hér um árið þurfti ekki …
Ferðamaðurinn sem var á ferð hér um árið þurfti ekki skammstöfunin til að láta villa sér sýn. Hann las bara vegan og hætti þar. Skjáskot/Vilhelm Neto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert