Kæru Vigdísar vísað frá

Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, borgarstjóraefni Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna.

Málið snýst um notk­un Reykja­vík­ur­borg­ar og rann­sak­enda við Há­skóla Íslands á per­sónu­upp­lýs­ing­um frá Þjóðskrá Íslands sem Per­sónu­vernd gerði at­huga­semd­ir við. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði áður vísað kæru Vigdísar frá.

Dómsmálaráðuneytið felldi þá ákvörðun úr gildi og lagði fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að taka afstöðu til kæruefnisins og er niðurstaðan sú sama. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að kærufrestur sé sjö dagar frá því að lýst er úrslitum kosninga.

Kæra Vigdísar til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var móttekin 14. febrúar 2019 en fram kemur í niðurstöðunni að lögbundinn kærufrestur hafi runnið út sunnudaginn 2. júní 2018.

„Áfall fyrir lýðræðið í landinu“

Úrskurður kjörefndar sem sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að skipa að ósk dómsmálaráðuneytisins er gríðarlegt áfall fyrir lýðræðið í landinu,“ kemur fram í fréttatilkynningu frá Vigdísi vegna málsins.

Hún segir að nefndin vísi kærunni frá á tæknilegu atriði og sinni engu þeim alvarlegu lögbrotum sem Persónuvernd hafi upplýst um í frumkvæðisathugun sinni.

Ekki verður komist að annarri niðurstöðu en þeirri að heimilt sé að stunda kosningasvindl í lögbundnum kosningum, svo framarlega að það komist ekki upp innan umrædds sjö daga ákvæðis lagan[n]a,“ skrifar Vigdís og bætir við að meirihlutinn, ásamt borgarstjóra, sé rúinn trausti.

Hún ætlar sér að kæra úrskurð kærunefndarinnar til dómsmálaráðuneytisins. „Með því tæmi ég endanlega allar kæruleiðir innanlands eins og ég var búin að lofa Reykvíkingum og landsmönnum öllum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka